Ekki greiðfært á kjörstað ef spáin gengur eftir

Veður | 26. nóvember 2024

Ekki greiðfært á kjörstað ef spáin gengur eftir

Útlit er fyrir norðlægari vind og kaldara veður á kjördag, 30. nóvember, en Veðurstofa Íslands spáði í gær.

Ekki greiðfært á kjörstað ef spáin gengur eftir

Veður | 26. nóvember 2024

Úrkomuspáin á landinu klukkan 12 laugardaginn 30. nóvember.
Úrkomuspáin á landinu klukkan 12 laugardaginn 30. nóvember. Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit er fyrir norðlægari vind og kaldara veður á kjördag, 30. nóvember, en Veðurstofa Íslands spáði í gær.

Útlit er fyrir norðlægari vind og kaldara veður á kjördag, 30. nóvember, en Veðurstofa Íslands spáði í gær.

„Það gæti orðið hríðarveður ef þetta gengur eftir á Austfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi eystra. Það verður allhvöss- eða hvöss norðanátt með snjókomu, þannig að þá er ekki greiðfært fyrir fólk að fara á kjörstað í þeim landshlutum ef spáin gengur eftir,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður út í kosningaveðrið.

Minni úrkoma verður á Norðvesturlandi og Vestfjörðum en þó verður éljagangur viðloðandi. Þurrt verður sunnanheiða en norðannæðingur, miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Frost verður um allt land.

Ólíklegt er að greiðfært verði á laugardaginn á austurhluta landsins.
Ólíklegt er að greiðfært verði á laugardaginn á austurhluta landsins. mbl.is/RAX

Átök á milli ólíkra loftmassa

Teitur segir enn vera fjóra daga í kjördag og að hlutirnir geti því breyst. Hann nefnir stöðuna á veðrakerfunum í kringum landið í þessu samhengi.

„Það sem veldur þessu er að á fimmtudag og föstudag eru átök á milli mjög ólíkra loftmassa hérna við landið. Annars vegar kemur mjög kalt loft úr norðri og svo hlýtt loft sem kemur sunnan að.  Á svona skilum myndast lægðir, úrkoma og vindur,“ greinir Teitur frá.

Gæti haft mikil áhrif á kosningar

„Þegar átökin verða svona nærri landinu verður minni fyrirvari í spánum,“ segir hann og á þar við að óvissan í spánum aukist.

„Þetta á eftir að skýrast betur þegar nær dregur og það á sérstaklega við núna,“ bætir Teitur við og nefnir að Veðurstofan reikni veðrið út frá tugum spáa sem hún greini á morgnana.

Eins og mbl.is greindi frá í gær gæti veðrið haft mikil áhrif á komandi kosningar.

„Ef það þarf að fresta kosn­ingu, í ein­hverri kjör­deild ein­hvers staðar á land­inu, þá er ekki hægt að telja ann­ars staðar og birta úr­slit­in,“ sagði Ari Karls­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, í gærkvöldi.

mbl.is