Könnun: Fleiri ánægðir með ákvörðun Þórðar

Alþingiskosningar 2024 | 26. nóvember 2024

Könnun: Fleiri ánægðir með ákvörðun Þórðar

37% landsmanna eru ánægðir með ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á þingi, nái hann kjöri fyrir Samfylkinguna, á sama tíma og 21% landsmanna eru óánægðir. Fleiri Samfylkingarmenn er ánægðir með ákvörðunina heldur en óánægðir.

Könnun: Fleiri ánægðir með ákvörðun Þórðar

Alþingiskosningar 2024 | 26. nóvember 2024

Þjóðmál lét framkvæma könnun.
Þjóðmál lét framkvæma könnun. mbl.is/María Matthíasdóttir

37% landsmanna eru ánægðir með ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á þingi, nái hann kjöri fyrir Samfylkinguna, á sama tíma og 21% landsmanna eru óánægðir. Fleiri Samfylkingarmenn er ánægðir með ákvörðunina heldur en óánægðir.

37% landsmanna eru ánægðir með ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á þingi, nái hann kjöri fyrir Samfylkinguna, á sama tíma og 21% landsmanna eru óánægðir. Fleiri Samfylkingarmenn er ánægðir með ákvörðunina heldur en óánægðir.

42% svarenda eru hvorki ánægðir né óánægðir. 

Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpi Þjóðmála þar sem kynntar voru niðurstöður könnunar Prósents sem Þjóðmál létu framkvæma. 

Samfylkingarmenn frekar ánægðir

Spurt var: „Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar að taka ekki við þingsæti nái hann kjöri fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum?“

34% af kjósendum Samfylkingarinnar eru mjög eða frekar ánægðir með ákvörðun Þórðar á sama tíma og 28% eru mjög eða frekar óánægðir með ákvörðunina. 37% segja hvorki né.

Athygli vekur að 20% af kjósendum Flokks fólksins og 23% af kjósendum Pírata segjast aldrei hafa heyrt um Þórð Snæ. Heilt yfir sögðu 13% svarenda að þeir hefðu aldrei heyrt um manninn.

Hér má sjá afstöðu fólks.
Hér má sjá afstöðu fólks. Skjáskot/Könnun Prósents fyrir Þjóðmál

Konur ánægðari en karlar

Konur eru líklegri til þess að vera ánægðari með ákvörðunina heldur en karlmenn. 38% kvenna eru ánægðar með ákvörðunina á sama tíma og 13% kvenna eru óánægðar. 28% karla eru ánægðir með ákvörðunina á sama tíma og 24% eru óánægðir.

Kjósendur Framsóknar eru ánægðastir með ákvörðunina, eða 40%, og þar á eftir koma kjósendur Sjálfstæðisflokksins, 38%, og kjósendur Flokks fólksins, 36%.

Þórður gekkst við því í Spurs­mál­um að hafa viðhaft skrif á bloggsíðunni „Þess­ar elsk­ur“ frá 2004-2007 en þar gerði hann kon­ur gjarn­an að um­fjöll­un­ar­efni sínu, oft á niðrandi og klám­feng­inn hátt.

Rúmlega þúsund manns tóku afstöðu í könnuninni.

Hér má sjá afstöðu kynjanna.
Hér má sjá afstöðu kynjanna. Skjáskot/Könnun Prósents fyrir Þjóðmál
Hér má sjá afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það …
Hér má sjá afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það hyggst kjósa. Skjáskot/Könnun Prósents fyrir Þjóðmál
mbl.is