Tæknirisi minnir Íslendinga á kosningarnar

Alþingiskosningar 2024 | 26. nóvember 2024

Tæknirisi minnir Íslendinga á kosningarnar

Glöggir menn hafa sumir hverjir tekið eftir því að Instagram, sem er í eigu META rétt eins og Facebook, er farið að minna íslenska notendur á kosningarnar 30. nóvember. 

Tæknirisi minnir Íslendinga á kosningarnar

Alþingiskosningar 2024 | 26. nóvember 2024

Instagram hvetur Íslendinga til þess að mæta á kjörstað.
Instagram hvetur Íslendinga til þess að mæta á kjörstað. AFP

Glöggir menn hafa sumir hverjir tekið eftir því að Instagram, sem er í eigu META rétt eins og Facebook, er farið að minna íslenska notendur á kosningarnar 30. nóvember. 

Glöggir menn hafa sumir hverjir tekið eftir því að Instagram, sem er í eigu META rétt eins og Facebook, er farið að minna íslenska notendur á kosningarnar 30. nóvember. 

„[Nafn notanda] gerðu þig tilbúinn til þess að kjósa á Íslandi. Sjáðu opinberar upplýsingar um kosningar til Alþingis þann 30. nóvember,“ segir í áminningunni á Instagram. 

Blaðamaður tók ekki eftir álíka áminningu á Facebook en þó þykir ekki ólíklegt að þar muni einnig koma áminning um kosningarnar í ljósi þess að báðir samfélagsmiðlar eru í eigu tæknirisans META.

Ef smellt er á hlekkinn í áminningunni, „sjá kosningaupplýsingar“, þá fer maður inn á ísland.is þar sem sjá má allar helstu upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt í komandi kosningum.

Hér má sjá dæmi.
Hér má sjá dæmi. Skjáskot/Instagram
mbl.is