Fækkar líklega í hópi þingmanna af Suðurnesjum

Alþingiskosningar 2024 | 27. nóvember 2024

Fækkar líklega í hópi þingmanna af Suðurnesjum

Allt bendir til þess að Suðurnesjamönnum muni fækka talsvert á þingi eftir komandi kosningar.

Fækkar líklega í hópi þingmanna af Suðurnesjum

Alþingiskosningar 2024 | 27. nóvember 2024

Reykjanesbær er stærsta sveitarfélagið í kjördæminu.
Reykjanesbær er stærsta sveitarfélagið í kjördæminu. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt bendir til þess að Suðurnesjamönnum muni fækka talsvert á þingi eftir komandi kosningar.

Allt bendir til þess að Suðurnesjamönnum muni fækka talsvert á þingi eftir komandi kosningar.

Í Suðurkjördæmi eru 10 þingmenn og þar af eru 6 af þeim frá Suðurnesjum, en um 47% íbúa kjördæmisins búa á Suðurnesjum. 

Nú bendir hins vegar margt til þess að aðeins þrír Suðurnesjamenn nái inn á þing, eins og héraðsblaðið Víkurfréttir vekur athygli á nýjasta tölublaði sínu. 

Þrír frá Reykjanesbæ líklegir inn á þing

Vilhjálmur Árnason skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og er búsettur í Reykjanesbæ. Flestar kannanir benda til þess að hann komist inn, Prósent er þar undantekning, og ekki er ólíklegt að hann haldi þingsæti sínu.

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, er einnig búsettur í Reykjanesbæ og hann er öruggur inni miðað við allar kannanir.

Þriðji Suðurnesjamaðurinn er Sigurður Helgi Pálmason og hann skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins. Miðað við kannanir þá er líklegt að hann nái inn en Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti flokksins í kjördæminu, er búsett í Garðabæ.

Ásmundur, Birgir og Oddný hætta

Miðað við kannanir þá er ólíklegt að aðrir frambjóðendur, sem búsettir eru á Suðurnesjum, neðar á listum flokkanna nái inn.

Ásmundur Friðriksson, búsettur í Reykjanesbæ, mun fara af þingi að loknum kosningum jafn eins og Birgir Þórarinsson.

Oddný Harðardóttir býður sig ekki fram og er einnig á förum en hún er búsett í Garðinum í Suðurnesjabæ.

Jóhann Friðrik Friðriksson skipar þriðja sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi en flokkurinn hefur verið að mælast með á bilinu 6-9 prósentustiga fylgi í könnunum Prósents, Maskínu og Gallups – sem tryggir aðeins oddvitanum naumlega sæti – og því hæpið að flokkurinn fái þrjá menn kjörna í Suðurkjördæmi.

mbl.is