Björgunarsveitir í startholunum á kjördag

Veður | 29. nóvember 2024

Björgunarsveitir í startholunum á kjördag

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nokkrar björgunarsveitir hafi verið virkjaðar til að vera til taks annað kvöld við að aðstoða við að koma kjörgögnum milli staða.

Björgunarsveitir í startholunum á kjördag

Veður | 29. nóvember 2024

Búið að er virkja nokkrar björgunarsveitir til að vera til …
Búið að er virkja nokkrar björgunarsveitir til að vera til taks annað kvöld við flutning kjörgagna á milli staða. Ljósmynd/Landsbjörg

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nokkrar björgunarsveitir hafi verið virkjaðar til að vera til taks annað kvöld við að aðstoða við að koma kjörgögnum milli staða.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nokkrar björgunarsveitir hafi verið virkjaðar til að vera til taks annað kvöld við að aðstoða við að koma kjörgögnum milli staða.

Hætt er við því að erfitt geti reynst að koma kjörkössum á milli staða á Austur- og Norðurlandi en spáð er mikilli ofankomu um austan- og norðanvert landið á morgun og viðbúið er að færð geti spillst.

Björgunarsveitin á Vopnafirði er í startholunum ef til þess kemur að aðstoða þurfi að koma kjörgögnum frá Vopnafirði til Akureyrar. Jón Þór segist ekki hafa vitneskju um það hvort haft hafi verið formlegt samband við fleiri björgunarsveitir á Austfjörðum og Austurlandi.

Ráðstafanir gerðar á Norðvesturlandi

Hann segir á Norðvesturlandi hafi verið gerðar ráðastafanir til þess að flytja kjörgögn víða að úr kjördæminu og til að mynda eru áætlanir um að björgunarsveitin í Árneshreppi fari suður strandir og að björgunarsveitin í Hólmavík komi á móti henni.

„Hólmvíkingar muni síðan safna atkvæðum saman í sínu nærumhverfi og fara yfir Þröskulda. Þar muni Reykhólamenn bætast í hópinn sem hafa þá flutt kjörkassa þaðan og mæta þar björgunarsveitinni í Búðardal. Hún mun þá taka við atkvæðunum og flytja þau í Borgarnes,“ segir Jón Þór.

Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi annað kvöld í Laugardalshöll í Reykjavík, Kaplakrika í Hafnarfirði, Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, Hjálmakletti í Borgarnesi og Brekkuskóla á Akureyri.

mbl.is