„Erum mjög áhyggjufull“

Veður | 29. nóvember 2024

„Erum mjög áhyggjufull“

„Við erum búin að reyna að undirbúa okkur eins vel og við mögulega getum og liggjum yfir veðurspám.“

„Erum mjög áhyggjufull“

Veður | 29. nóvember 2024

Vegagerðin verður með mikinn viðbúnað á morgun þegar landsmenn ganga …
Vegagerðin verður með mikinn viðbúnað á morgun þegar landsmenn ganga að kjörboðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum búin að reyna að undirbúa okkur eins vel og við mögulega getum og liggjum yfir veðurspám.“

„Við erum búin að reyna að undirbúa okkur eins vel og við mögulega getum og liggjum yfir veðurspám.“

Þetta segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en Vegagerðin er með mikinn viðbúnað þar sem veðurútlit er slæmt fyrir marga landshluta á morgun þegar landsmenn ganga að kjörborðinu í alþingiskosningum.

„Við erum búin að semja við verktaka um að vera til taks umfram það sem hefðbundið en það verður að segjast eins og er að veðurspáin er ekkert að skána varðandi snjókomu og ófærð. Við erum mjög áhyggjufull yfir því að það verði leiðir sem verði þungfærar, þær teppist og við getum ekki haldið opnum,“ segir Bergþóra.

Mikill snjór er nú þegar á Norðurlandi

Bergþóra segir að helst sé einblínt á Austurlandið en menn horfi líka á norðurhelming landsins þar sem samkvæmt veðurspá muni snjóa töluvert þar líka.

„Við höfum áhyggjur af Steingrímsfjarðarheiði, Árneshreppi, Tröllaskaga, Þverárfjalli og á leiðum á annesjum norðanlands. Það er mikill snjór nú þegar til staðar á Norðurlandi og þótt það verði ekki mikil ofankoma þá fýkur snjórinn í hvassviðrinu sem veldur blindu og skafrenningi,“ segir hún.

Hún segir að öll áhersla sé lögð á að reyna að halda leiðum opnum yfir daginn til að tryggja að fólk geti kosið en þegar líður að kvöldi muni Vegagerðin draga saman seglin þegar það verður orðið ljóst að fólk hefur getað kosið.

„Þá væntanlega lokast leiðir en við erum með á okkar snærum verktaka sem verður mögulegt að kalla út og hjálpa til ef þarf. Ofankoman minnkar vonandi þegar líður á daginn og þörfin verður þá kannski ekki jafn rík,“ segir Bergþóra.

Hún segir að Vegagerðin muni upplýsa vegfarendur ótt og títt á vefnum umferðin.is en þar verði reynt að miðla upplýsingum um stöðu mála á vegum.

mbl.is