Sanna Magdalena Mörtudóttir fær greiddar 263.474 kr. fyrir setu í borgarráði. Hún hefur aðeins setið eina klukkustund af síðustu sjö fundum og í ekki alltaf kallað inn varamann, sem þó fær greitt.
Sanna Magdalena Mörtudóttir fær greiddar 263.474 kr. fyrir setu í borgarráði. Hún hefur aðeins setið eina klukkustund af síðustu sjö fundum og í ekki alltaf kallað inn varamann, sem þó fær greitt.
Sanna Magdalena Mörtudóttir fær greiddar 263.474 kr. fyrir setu í borgarráði. Hún hefur aðeins setið eina klukkustund af síðustu sjö fundum og í ekki alltaf kallað inn varamann, sem þó fær greitt.
Sanna var spurð út í þetta í leiðtogakappræðum sem haldnar voru í Hádegismóum í gær. Þar varð henni tíðrætt um þá gjá sem myndast hefur milli „kerfisins“ og alþýðu manna sem hún vill brúa.
Varð það tilefni til þess að spyrja hana út í mætingu hennar í borgarráð og greiðslur sem hún hefur ekki beðist undan þótt engin sé fundasóknin.
Benti Sanna Magdalena á að vinna þeirra sem sitja í borgarráði fari fram að miklu leyti utan formlegra funda ráðsins. Hins vegar hefur hún verið á fullu í kosningabaráttu síðustu sex vikurnar eins og alþjóð hefur orðið vitni að.
Út frá þessu spannst einnig umræða um virkni þingmanna í störfum Alþingis. Urðu Sigmundur Davíð og Þorgerður Katrín til svars um það efni og spannst talsverð rimma þar um.
Leiðtogakappræðurnar má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeim var skipt í tvennt og mættu fimm leiðtogar í hvorn hluta þeirra.