„Þetta er núna komið yfir 40.000 manns sem greitt hafa atkvæði utan kjörfundar á landsvísu, tæplega 40.200,“ segir Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is um tölfræði kjörsóknar utan kjörfundar nú er komið er fram á lokadag fyrir alþingiskosningar.
„Þetta er núna komið yfir 40.000 manns sem greitt hafa atkvæði utan kjörfundar á landsvísu, tæplega 40.200,“ segir Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is um tölfræði kjörsóknar utan kjörfundar nú er komið er fram á lokadag fyrir alþingiskosningar.
„Þetta er núna komið yfir 40.000 manns sem greitt hafa atkvæði utan kjörfundar á landsvísu, tæplega 40.200,“ segir Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is um tölfræði kjörsóknar utan kjörfundar nú er komið er fram á lokadag fyrir alþingiskosningar.
„Hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu er fjöldinn þar af kominn í 23.500 sem er aðeins færra en í forsetakjörinu í sumar, þá kusu hjá okkur tæplega 28.500,“ heldur Einar áfram og bætir því við að talan sé því heldur lægri á höfuðborgarsvæðinu, „en hins vegar vitum við það að á landsvísu kusu 42.700 utan kjörfundar í forsetakosningunum í sumar og nú erum við komin í 40.200 þannig að það stefnir í sömu tölur á landsvísu, en aukningin er á landsbyggðinni,“ segir sýslumannsstaðgengillinn.
Einar reiknar út í snarheitum, meðan á viðtali stendur, að 14,9 prósent kosningabærra landsmanna hafi þá kosið utan kjörfundar, 40.200 af þeim 268.422 sem í kjörskrá eru færðir.
Tekur Einar fram að opið sé fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar til klukkan 22 í kvöld í Holtagörðum og hvetur þá sem hyggjast nýta sér valkostinn til að vera frekar fyrr á ferð en síðar.
„Svo er opið fyrir utankjörstaðaatkvæðagreiðslur hjá okkur frá tíu til fimm á morgun og þá er um að gera fyrir þá sem ekki komast á kjörstað í sínu kjördæmi og eru á höfuðborgarsvæðinu að koma til okkar í Holtagarðana,“ bendir Einar á.
Hins vegar tekur hann það fram að sjálfan kjördaginn, á morgun, sé ætlast til þess að íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem þar eru staddir fari í sína kjördeild og kjósi þar, utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Holtagörðum á morgun sé ætluð kjósendum úr kjördæmum utan höfuðborgarsvæðisins.
Annað atriði telur Einar einnig mikilvægt að komist til skila varðandi atkvæðagreiðslu utan kjörfundar: „Ábyrgðin á því að atkvæði komist til skila er hjá kjósandanum. Við tökum við atkvæðunum í Holtagörðum á morgun ef fólk vill, við hættum ekki að taka við þeim og við reynum að finna ferðir [í kjördæmin á landsbyggðinni] en ábyrgðin á því hvort það takist er alltaf hjá kjósandanum,“ leggur Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, áherslu á í lok viðtals.