Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Flokkur fólksins vilji fara í ríkisstjórn. Hún ætlar ekki að mynda ríkisstjórn í viðtali.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Flokkur fólksins vilji fara í ríkisstjórn. Hún ætlar ekki að mynda ríkisstjórn í viðtali.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Flokkur fólksins vilji fara í ríkisstjórn. Hún ætlar ekki að mynda ríkisstjórn í viðtali.
„Ég lifi hérna í draumi og trúi varla að þetta sé að gerast. En samt svona undir niðri þá erum við búin að finna þennan mikla stuðning og velvilja, þannig bara þakklát og auðmjúk fyrir öllu þessu sem við erum að fá,“ segir Inga í samtali við mbl.is.
Í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins sagði hún að ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar hugnaðist henni.
Spurð hvort hún væri spennt fyrir svona ríkisstjórn segir Inga:
„Ég ætla nú ekkert að fara að mynda hana hjá okkur í mbl [viðtali] en við bara skoðum hvað kemur upp úr kjörkössunum og hvernig okkur líður þegar við förum að tala saman,“ segir Inga og útilokar ekki samstarf við þessa flokka.
Hún segir að þjóðin eigi að fá lokaorðið um það hvort að Ísland gangi inn í Evrópusambandið en sjálf kveðst hún mótfallin inngöngu.
Spurð hvað taki við á morgun segir Inga að til standi að mæta í viðtöl og því hefjist viðræður við aðra formenn líklegast á mánudaginn.