„Betra en ég þorði að vona“

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

„Betra en ég þorði að vona“

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu kosninganna betri en hún þorði að vona. „Eins og staðan er núna þá erum við að halda þingmannafjölda okkar.

„Betra en ég þorði að vona“

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Hildur Sverrisdóttir sést hér faðma Jón Pétur Zimsen í kvöld.
Hildur Sverrisdóttir sést hér faðma Jón Pétur Zimsen í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu kosninganna betri en hún þorði að vona. „Eins og staðan er núna þá erum við að halda þingmannafjölda okkar.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu kosninganna betri en hún þorði að vona. „Eins og staðan er núna þá erum við að halda þingmannafjölda okkar.

(Frá því viðtalið var tekið fyrr í nótt hefur Sjálfstæðisflokkurinn misst tvo þingmenn.)

Spurð hvort hún sjái einhver stjórnarmynstur í spilunum þá segir Hildur að hún óttist meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks.

„Eins og staðan er núna þá sýnist mér að það vanti einn þingmann í að stjórnin sem ég óttaðist mest verði að veruleika. Ég held að það myndi verða stjórn sem myndi bera skattahækkanir og einhverja óþarfa vegferð í átt að Brussel á borð. En það er margt í þessu og ég tel það skipta mestu máli að Sjálfstæðisflokkurinn verði við stjórnvölinn því það er á grunni hans stefnu sem íslenskt samfélag er eins farsælt og það er í samanburði við önnur lönd í heiminum. Og það er því mikilvægt að hann hafi sæti við stjórnarborðið,“ segir Hildur.

mbl.is