Svo gæti farið að Jónína Björk Óskarsdóttir verði nýr þingmaður Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi en hún er inni á þingi sem uppbótarþingmaður þegar þetta er skrifað. Jónína hefur komið inn á þing sem varaþingmaður með hléum frá árinu 2018.
Svo gæti farið að Jónína Björk Óskarsdóttir verði nýr þingmaður Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi en hún er inni á þingi sem uppbótarþingmaður þegar þetta er skrifað. Jónína hefur komið inn á þing sem varaþingmaður með hléum frá árinu 2018.
Svo gæti farið að Jónína Björk Óskarsdóttir verði nýr þingmaður Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi en hún er inni á þingi sem uppbótarþingmaður þegar þetta er skrifað. Jónína hefur komið inn á þing sem varaþingmaður með hléum frá árinu 2018.
„Við verðum að spyrja að leikslokum en vissulega erum við stolt og ánægð með árangurinn sem við erum búin að ná,“ segir Jónína.
Hún segir að sér hafi hlýnað í hjarta síðustu vikur við þær viðtökur sem hún hafi fengið. Dagarnir hafa verið langir og Jónína lét sig ekki muna um það að vakna snemma í morgun til að undirbúa sal Flokks fólksins í Grafarvogi.
„Þreytan er vissulega aðeins farin að segja til sín. En öll þessi gleði og öll þessi umhyggja og faðmlög í minn garð, gefur kraft og lyftir mér upp. Enda er það þannig hjá okkur í Flokki fólksins; ef við tökum saman höndum og vinnum saman, getum við gert sem best fyrir þá sem minnst mega sín í samfélaginu,“ segir Jónína.