Hefði viljað sjá fylgið hærra

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Hefði viljað sjá fylgið hærra

„Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.

Hefði viljað sjá fylgið hærra

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

„Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.

„Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.

Sanna segist stolt af þeirri kosningabaráttu sem flokkurinn hefur staðið fyrir en hefði viljað sjá fylgið hærra.

Eru þessar tölur sem eru komnar vonbrigði?

„Ég ætla bara bíða þangað til við höfum séð allt og taka þá stöðuna eftir að við höfum séð allt og taka þá stöðuna en auðvitað myndum við vilja sjá þetta aðeins hærra á þessu stigi en ég er gríðarlega ánægð með baráttugleðina í mínum félögum og hvernig baráttan hefur farið fram og þau mál sem við settum á dagskrá og náðum að fá umræðu um.“

Ertu vongóð um að fylgið fari eitthvað upp og þið fáið betri tölur þegar næstu tölur verða kynntar?

Já, ég held áfram að vera vongóð og við fylgjumst með.

Beint: Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur leiða

mbl.is