Inga Sæland hallar sér upp að Kristrúnu

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Inga Sæland hallar sér upp að Kristrúnu

Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, hugnast vel möguleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segir að Ingu hafi tekist vel að ræða málefni eldri borgara og öryrkja. 

Inga Sæland hallar sér upp að Kristrúnu

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Inga Sæland hitti Kristrúnu og aðra flokksleiðtoga í Efstaleiti í …
Inga Sæland hitti Kristrúnu og aðra flokksleiðtoga í Efstaleiti í nótt. mbl.is/Eyþór

Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, hugnast vel möguleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segir að Ingu hafi tekist vel að ræða málefni eldri borgara og öryrkja. 

Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, hugnast vel möguleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segir að Ingu hafi tekist vel að ræða málefni eldri borgara og öryrkja. 

Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins. 

Miðað við fyrstu tölur þá yrði þriggja flokka ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar með mesta þingmeirihlutann.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í Ríkisútvarpinu fyrr í kvöld að það þyrfti ýmislegt að breytast í stefnu Sjálfstæðisflokksins ef svona ríkisstjórn ætti að mynda.

Kristrún sagði lykilatriði að vera með samstiga ríkisstjórn og því myndi hún helst vilja að ræða við flokka sem eru hvað næst Samfylkingunni.

Samfylkingin að feta í fótspor Flokks fólksins

Inga Sæland sagði að hún vildi að Flokkur fólksins færi í ríkisstjórn til þess að ná fram breytingum í takti við stefnu flokksins. Hún sagði að hún væri krati og jafnaðarmaður.

Aðspurð sagði hún að henni litist vel á ríkisstjórn Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar.

„Núna þá er ég að sjá það eftir að Kristrún tekur við forystu Samfylkingar þá er hún að færast meira inn á þá línu sem ég hef verið að leggja með Flokki fólksins um jöfnuð, velferð og koma til móts við þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Ef það er réttur skilningur minn að þá náttúrulega hljótum við að standa frekar nálægt hvað það varðar,“ sagði Inga Sæland.

Ekki að fara að mynda ríkisstjórn í beinni

Kristrún var beðin um að bregðast við þessu:

„Við erum ekkert að fara mynda ríkisstjórn í beinni útsendingu, ef það er það sem er verið að biðja um. En auðvitað verð ég að segja að ég er auðvitað mjög ánægð að heyra að baráttumál sem snúa að eldri borgurum og öryrkjum – það er algjörlega til fyrirmyndar og ég verð að hrósa henni Ingu fyrir það. Hún hefur tekið þennan málaflokk ógeðslega föstum tökum,“ sagði Kristrún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði aðspurð að hún væri ekki með augastað á forsætisráðuneytinu heldur frekar að komast í „samhenta“ ríkisstjórn.

mbl.is