Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segist sáttur með fyrstu tölur kvöldsins sem benda til þess að flokkurinn hljóti flest atkvæði í alþingiskosningunum.
Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segist sáttur með fyrstu tölur kvöldsins sem benda til þess að flokkurinn hljóti flest atkvæði í alþingiskosningunum.
Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segist sáttur með fyrstu tölur kvöldsins sem benda til þess að flokkurinn hljóti flest atkvæði í alþingiskosningunum.
„Við erum að uppskera eins og við sáðum held ég. Við erum búin að heyja heiðarlega og öfluga kosningabaráttu og fundið það alls staðar sem við höfum komið að það er hljómgrunnur fyrir því sem við erum að segja.“
Þetta segir Víðir í samtali við mbl.is á kosningavöku flokksins í Kolaportinu í kvöld.
„Við erum að koma sterk inn, meira en tvöföldun á fylginu og öflugt fólk þarna með okkur,“ segir Víðir. Fyrstu tölur sýna Samfylkinguna með 19,2% atkvæða í Suðurkjördæmi.
Sýna niðurstöðurnar ákall um breytingar?
„Það er það sem við höfum talað fyrir og við höfum verið skýr með hvað við viljum gera. Planið okkar nær til stórs sviðs samfélagsins og við erum tilbúin til að vinna og bíðum bara eftir því hvernig þetta leysist úr á næstu dögum og hvernig ríkisstjórn verður mynduð,“ segir Víðir og bætir við:
„Við erum allavega til þjónustu reiðubúin.“