ABC-fréttaveitan hefur samþykkt að greiða Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, bætur upp á um 15 milljónir dollara, eða því sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna falskra ásakana um nauðgun.
ABC-fréttaveitan hefur samþykkt að greiða Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, bætur upp á um 15 milljónir dollara, eða því sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna falskra ásakana um nauðgun.
ABC-fréttaveitan hefur samþykkt að greiða Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, bætur upp á um 15 milljónir dollara, eða því sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna falskra ásakana um nauðgun.
George Stephanopoulos endurtók fullyrðinguna ítrekað þegar hann ræddi við viðmælanda sem studdi Trump í mars á þessu ári.
Stephanopoulos var að vísa til dómsmáls frá árinu 2023 þar sem Trump var sagður hafa beitt konu að nafni E Jean Carroll kynferðislegri áreitni í fataklefa í verslunarmiðstöð í New York árið 1996.
Kynferðisleg áreitni hefur aðra merkingu en þá sem fréttamaðurinn hélt fram í viðtalinu. Hluti af samkomulagi fréttaveitunnar við Trump snýr að því að gefin verði út yfirlýsing þar sem mistökin eru viðurkennd.
ABC News mun enn fremur greiða lögfræðikostnað Trump vegna málsins upp á um milljón dollara.
Í frétt BBC um málið segir að dómarinn í málinu hafi túlkað áreitni Trump út frá þeim lögum er giltu árið 1996. Skilgreining á nauðgun var á þeim tíma túlkuð mun þrengra en hún er gerð í dag samkvæmt lögum í New York.