Jarðarbúar verða 9 milljarðar talsins árið 2050

Reiknað er með að Indverjar verði þjóða fjölmennastir árið 2050 …
Reiknað er með að Indverjar verði þjóða fjölmennastir árið 2050 með alls 1,6 milljarða íbúa. AP

Fólki mun fækka í mörgum stærstu iðnvæddu ríkjum heims fram til ársins 2050 þar sem lág fæðingartíðni, slakt efnahagsástand og stífar reglur um innflytjendur mun draga úr fólksfjölgun, að því er höfundur mannfjöldaþróunarskýrslu segir. Einkarekin stofnun á þessu sviði gerir kannanir á ári hverju en fær til þess ríkisstyrki. Könnunin í ár leidd í ljós að þó svo að jarðarbúum fjölgi um tæp 50% fram til 2050 muni Japönum fækka um 20% á næstu 45 árum. Þá mun Rússum, Þjóðverjum og Ítölum einnig fækka.

Bandaríkin eru helsta undantekningin í hópi þróaðra ríkja en reiknað er með að Bandaríkjamönnum fjöldi um 43% úr 293 milljónum líkt og nú er í 420 milljónir um miðja öldina.

Engu að síður verður fólksfjölgun heims mest í þróunarríkjunum þó svo að þar sé yfirleitt hærri tíðni HIV-smita og alnæmis og ungbarnadauði mikill.

Sem stendur er Kína fjölmennasta þjóð í heimi en Kínverjar eru alls 1,3 milljarðar. Útlit er fyrir 10% fjölgun þar fram til 2050 og að þá verði íbúarnir orðnir 1,4 milljarðar. Eftir 2050 er reiknað með að Kínverjum fari að fækka.

Reiknað er með að árið 2050 taki Indverjar fram úr Kínverjum. Áætlað er að Indverjum fjölgi um helming fram til 2050 úr tæpum 1,1 milljarði í 1,6 milljarð. Reiknað er með að nígeríska þjóðin nánast þrefaldist að stærð í 307 milljónir manna og að íbúafjöldi Bangladesh tvöfaldist í 280 milljónir.

Þessi þróun gæti breyst ef læknavísindunum tekst að finna upp áhrifaríkari meðhöndlun á alnæmi og draga úr ungbarnadauða. Ennfremur ef notkun getnaðarvarna verður útbreiddari í þróunarríkjunum.

Carl Haub, höfundur skýrslunnar, segir að jarðarbúum muni fjölga um 45% í tæplega 9,3 milljarða fram til ársins 2050.

Fjölgun íbúa í þróuðum ríkjum verður 4% í 1,2 milljarða íbúa en fjölgunin í þróunarríkjunum verður 55% í rúmlega 8 milljarða. Fólksfjölgunin verður mest í Afríku og Asíu.

Haub bendir á að Nígería og Japan séu dæmi um ríki sem séu að stefna í algerlega andstæða átt varðandi lýðfræðilega þróun. Um 44% af íbúum Nígeríu er undir 15 ára aldri en einungis 3% er yfir 65 ára aldri. Nígerísk kona elur að jafnaði sex börn um ævina.

Japanskar konur eiga að jafnaði rétt rúmlega eitt barn á ævinni. Fjórtán prósent Japan eru undir 15 ára aldri en 19% er yfir 65 ára.

Þá er reiknað með að Ítölum fækki um 10% í 52 milljónir fyrir árið 2050. Svipað verður uppi á teningnum í öðrum Evrópulöndum. Gert er ráð fyrir að Rússum fækki um 17% í 119 milljónir og Þjóðverjum um 9% í 75 milljónir.

Útlit er fyrir umtalsverða fólksfjölgun í Nígeríu á næstu áratugum.
Útlit er fyrir umtalsverða fólksfjölgun í Nígeríu á næstu áratugum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka