Næstum helmingur Norðmanna styður aðskilnað ríkis og kirkju

Frá Ósló í Noregi.
Frá Ósló í Noregi. mbl.is/Golli

Næstum helmingur Norðmanna er því nú samþykkur aðskilnaði ríkis og kirkju að því er fram kemur í skoðanakönnun sem birt var í Noregi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem stuðningur við aðskilnaðinn mælist svo mikill.

47% þátttakenda í könnuninni sögðust vilja að ríki og kirkja yrðu aðskilin, en 41% sögðust vilja að áfram yrðu tengsl þarna á milli. 3.912 manns tóku þátt í könnuninni sem Dagbladet lét gera. Í svipaðri könnun sem gerð var árið 1992 sögðu 60% þátttakenda að þeir væru andsnúnir aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins 26% voru þá hlynntir aðskilnaðinum.

Kirkjusókn hefur farið minnkandi í Noregi. Nú segjast fjórir af hverjum fimm Norðmönnum ekki fara oftar í kirkju en fimm sinnum á ári. Þrír af hverjum tíu segjast aldrei sækja kirkju nema skírn, brúðkaup eða önnur athöfn standi til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert