Nýjar upplýsingar hafa komið fram á danska þinginu, sem sýna að umdeildar flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafi flogið yfir Grænland.
Samkvæmt svari Flemming Hansen, samgönguráðherra, við fyrirspurn þingmannsins Franks Aaens, hafa kanadísk flugmálayfirvöld skráð ferðir flugvéla, með skráningarnúmerin N227SV, N85V og N379P hafi flogið um danska lofthelgi yfir Grænland. Allar þessar vélar eru skráðar í eigu fyrirtækja, sem vitað er að eru leppfyrirtæki CIA.