Frakkar hefja rannsókn á meintu fangaflugi

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja opinbera rannsókn á því, hvort bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi flutt meinta hryðjuverkamenn leynilega um franska lofthelgi.

Verður rannsóknin í höndum skrifstofu saksóknara í Bobigny, úthverfi Parísar. Verður í rannsókninni kannað hvort það sé rétt að flugvél CIA af gerðinni Gulfstream III, með auðkennið N50BH, hafi lent á flugvellinum í Bourget þann 20. júlí 2005. Ef svo er, hvaða fyrirtæki og einstaklingar hafi aðstoðað vélina, að því er segir í franska dagblaðinu Le Figaro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert