Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, reynir nú að snúa vörn í sókn og í fyrradag kom hann Anders Borg fjármálaráðherra og Tobias Billström útlendingamálaráðherra til varnar. Borg hefur játað að hafa greitt heimilishjálpinni undir borðið en Billström greiddi ekki afnotagjald af sjónvarpi.
Reinfeldt sagði eftir fund með þingflokki Hægriflokksins, að við valið á ráðherrunum hefði hann ekki verið að leita að fullkominni eða gallalausri manneskju og hann kvaðst hafa sínar efasemdir um margt í fréttaflutningi fjölmiðlanna að undanförnu. Kvaðst hann treysta bæði Borg og Billström en það myndi líklega dragast fram í næstu viku að skipa ráðherra í stað þeirra tveggja sem hafa sagt af sér.
Odell sagði sig úr stjórn fyrirtækisins er hann varð ráðherra en verið er að kanna hvort hagsmunir hans stangist á við ráðherraábyrgð hans.