Rannsaka blýeitrun í börnum

Rannsaka blýeitrun í börnum í Kína.
Rannsaka blýeitrun í börnum í Kína. Reuters

Ríkisfjölmiðlar í Kína greina frá lokun rafhlöðuverksmiðju eftir að yfir 120 börn sem búa í nágrenni við verksmiðjuna voru greind með blýeitrun.

Hafa yfirvöld í Longyn borg þar sem verksmiðjan er staðsett, hafið rannsókn á eitruninni og hafa öll börn undir fjórtán ára aldri, sem búa í nágrenni verksmiðjunnar, undirgengist rannsóknir til að kanna magns blýs í blóði þeirra. Af 247 börnum reyndust 121 barn hafa mikið magn blýs í blóðinu. Í kjölfarið var verksmiðjunni lokað, samkvæmt BBC.

Í ágúst voru tveir yfirmenn manganbræðsluverksmiðju í Hunan í Kína, reknir eftir að 1.300 börn í nágrenni hennar veiktust af blýeitrun.

Áður hafði annarri verksmiðju í Kína verið lokað eftir yfir 600 börn veiktust af blýeitrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert