63 gestir hins þekkta veitingahúss Noma í Kaupmannahöfn veiktust eftir að hafa borðað á staðnum á tímabilinu 12.-16. febrúar. Staðurinn hefur nokkrum sinnum verið valinn sá besti í heimi og í fréttum í dönskum fjölmiðlum í dag er rætt um að orðspor hans kunni að hafa skaðast verulega.
Heilbrigðiseftirlitið segir í skýrslu sinni að á því tímabili sem fólkið veiktist hafi verið veikindi meðal starfsfólks sem kom nálægt matvælum á veitingastaðnum. Talið er að rekja megi smitið til veikrar aðstoðarmanneskju í eldhúsinu.
Fólkið fékk uppköst og lét heilbrigðiseftirlitið vita sem rannsakaði málið.