Þörf á trúarlegri endurnýjun

Það kveður við nýjan tón hjá nýjum páfa.
Það kveður við nýjan tón hjá nýjum páfa. AFP

Frans páfi segir að án trúarlegrar endurnýjunar muni kaþólska kirkjan breytast í „samúðarfull alþjóðleg félagasamtök“. Þetta sagði páfi þegar hann messaði í Sixtínsku kapellunni með kardinálum í dag. „Ef við játumst ekki Kristi, hvað verðum við þá,“ spurði páfi á sínum fyrsta degi sem yfirmaður kaþólsku kirkjunnar.

„Við munum enda sem samúðarfull alþjóðleg félagasamtök. Það sem myndi gerast væri svipað og þegar börn búa til kastala úr sandi og hann hrynur niður,“ bætti hann við.

Fréttaskýrandi BBC í Róm segir að hinn 76 ára gamli páfi hafi verið fljótur að setja eigið mark á páfadóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka