Forseti Bandaríkjanna hefur beðið ríkissaksóknara Kaliforníuríkis afsökunar á ummælum sem hann lét falla í hennar garð í ræðu sem hann flutti sl. fimmtudag.
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að Kamala Harris, sem hann hefur þekkt lengi, væri „fallegasti ríkissaksóknari landins“.
Talsmaður Harris segir að hún sé dyggur stuðningsmaður Obama. Ekki fylgir sögunni hvort Harris hafi tekið við afsökunarbeiðninni, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ummælin og segja sumir að þau sýni glöggt fram á þær hindranir sem konur standi frammi fyrir á vinnustöðum.O
Obama lét ummælin falla í ræðu sem hann flutti er hann var viðstaddur söfnun til góðgerðarmála í Kaliforníu, en hann steig í pontu á eftir Harris. Obama sagði að hún væri afburðasnjöll, staðföst og hörð í horn að taka. Hún hefði alla þó kosti að bera sem fólk vildi sjá í fari þeirra sem stýra réttarkerfinu.
Obama bætti svo við: „Þá vill til að hún er langfallegasti ríkissaksóknari landsins [...] Það er satt. Látið ekki svona. Og hún er góður vinur og hefur verið dyggur stuðningsmaður í mörg, mörg ár,“ sagði forsetinn.
Hvíta húsið í Washington sagði í gær að forsetinn hefði rætt við Harris og beðið hana afsökunar á þessum ummælum.