Skíða- og marijúanaferðir í einum pakka

Marijúana
Marijúana AFP

Marijúananotendur í tveimur ríkjum Bandaríkjanna, Colorado og Washington, telja nú niður klukkustundirnar þar til notkun efnisins verður heimiluð með lögum um áramót.

Samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslum í Washington og Colorado að heimila notkun marijúana í lækningaskyni.

Vonast kannabisræktendur og -notendur í Bandaríkjunum til þess að fleiri ríki fylgi í fótspor ríkjanna.

Meðal annars verður ferðamönnum boðið upp á marijúanaferðir, meðal annars á skíðasvæðum í Colorado enda telja ferðasalar að nýjabrumið eigi eftir að leiða marga til ríkjanna.

Að sögn ferðasala er mikið hringt og spurt hvenær lögin taki gildi í Colorado og sjá margir í hillingum að skíða og reykja marijúana um leið.

Markaðurinn fyrir marijúana í lækningaskyni er gríðarlega stór í Bandaríkjunum. Er talið að veltan sé 1,4 milljarðar Bandaríkjadala í ár og muni aukast um 64% á næsta ári og nema 2,34 milljörðum Bandaríkjadala.

Á skíðasvæðunum í Klettafjöllunum hafa 348 fyrirtæki fengið rekstrarleyfi til að selja marijúana frá og með áramótum. 

Í Washington hafa borist tæplega 3.800 umsóknir um að fá heimild til þess að selja marijúana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka