Frá og með deginum í dag verða norskir lögreglumenn vopnaðir byssum en líkur eru taldar á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu. Talið er að lögreglan og her landsins séu hugsanleg skotmörk.
Talið er líklegt að árásin verði gerð á næstu tólf mánuðum. Norsk yfirvöld óttast sérstaklega árásarmenn sem snúa aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í átökunum í Sýrlandi. Um 60 manns sem hafa tengsl við Noreg hafa barist eða berjast enn á þessu svæði.
Lögregla í Noregi ber að jafnaði ekki skotvopn en lögreglumennirnir geta þó gripið til þeirra þar sem þær eru í læstri kistu í lögreglubílum.
Norski herinn hefur mælst til þess að hermennirnir klæðist ekki búningum sínum þegar þeir eru ekki við störf.