Halda kristnum nemendum

Fórnarlamb árásar al-Shebab hryðjuverkasamtakanna á háskóla í borginni Garissa.
Fórnarlamb árásar al-Shebab hryðjuverkasamtakanna á háskóla í borginni Garissa. AFP

Að minnsta kosti fimmtán manns eru látnir eftir að vopnaðir menn úr röðum íslömsku hryðjuverkasamtakanna al-Shebab tóku háskólanema í norðvesturhluta Keníu í gíslingu í dag. Stjórnvöld segja að tveir árásarmannanna hafi verið felldir en átök standi enn yfir á skólasvæðinu.

Heimildir herma að í það minnsta 65 aðrir séu sárir eftir að hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða í borginni Garissa í morgun. Enn hefur ekki tekist að hafa upp á 500 nemendum en óljóst er hversu margir eru í haldi hryðjuverkamannanna.

Fulltrúa al-Shebab segjast halda kristnum nemum en sleppa múslímum.

Fyrri frétt mbl.is: Tóku fjölda háskólanema í gíslingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka