Miskunnarleysi og grimmd

Særðum komið af vettvangi árásarinnar við háskólann í Kenía.
Særðum komið af vettvangi árásarinnar við háskólann í Kenía. AFP

Hryðjuverkasamtökin al-Shabab (stundum skrifað Shebab), sem eiga rætur að rekja til Sómalíu, eru með tengsl við al-Qaeda. Í nýjustu árás samtakanna á háskóla í Kenía, féllu 148, aðallega nemendur skólans. Samtökin gerðu aðra mannskæða árás í Kenía í september 2013 er liðsmenn þeirra réðust til atlögu í verslunarmiðstöðinni Westgate. En af hverju herja samtökin á Kenía? 

Allt frá því að hermenn frá Kenía fóru til Sómalíu í október árið 2011 hefur al-Shabab einsett sér að koma hermönnunum frá landinu. Hermenn frá Úganda fóru einnig til Sómalíu og því hafa samtökin margoft ótað Úgandamönnum árás.

Árásir samtakanna hafa verið fjölmargar á undanförnum árum.

27.-28. mars, 2015: Árás var gerð á Maka Al-Mukarramah-hótelið í höfuðborg Sómalíu, Mógadisjú. Að minnsta kosti 24 létust, þar af sex árásarmannanna. Árásin stóð yfir í tólf klukkustundir. Sómalskar öryggissveitir reyndu að afvopna árásarmennina á þeim tíma. 

20. febrúar, 2015: 25 létust og 40 særðust í sjálfsmorðsárás á Central-hótelið í Mógadisjú. Ráðamenn landsins funduðu á hótelinu og aðstoðarborgarstjóri Mógadisju og tveir þingmenn voru meðal þeirra sem létust. 

2. desember, 2014: Vopnaður menn réðust að sofandi námuverkamönnum um miðja nótt í norðurhluta Kenía. Þeir drápu 36. Áður en þeir gerðu það báðu þeir alla að fara með vers úr kóraninum. Þeir sem ekki gátu það voru álitnir kristnir og skotnir í höfuðið.

22. nóvember, 2014: Árás var gerð á rútu í norðurhluta Kenía. 28 farþegar voru drepnir.

21. september 21, 2013: Árásarmenn notuðu handsprengjur og riffla við árás í verslunarmiðstöðina Westgate í Naíróbí í Kenía. 67 létust.

11. júlí, 2010: Skæruliðar gerður árásir nær samstundis á nokkrum stöðum í Kampala, höfuðborg Úganda. Árásir voru gerðar á staði þar sem fólk hafði komið saman til að fylgjast með úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta. Um 76 manns létust. Talsmenn al-Shabab sögðu árásarnir vera vegna ákvörðunar Úganda að senda hermenn til Úganda til að berjast við hlið stjórnarhersins við skæruliða.

Frá árásinni í Westgate verslunarmiðstöðinni. Hermaður reynir að yfirbuga árásarmann.
Frá árásinni í Westgate verslunarmiðstöðinni. Hermaður reynir að yfirbuga árásarmann. AFP
Lík eins árásarmannsins á háskólann í Kenía. 148 létust í …
Lík eins árásarmannsins á háskólann í Kenía. 148 létust í árásinni, aðallega nemendur skólans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka