Tveir dæmdir morðingjar sem struku úr öryggisfangelsi nálægt landamærum Kanada og Bandaríkjanna aðfararnótt laugardagsins, fengu líklega hjálp frá starfsmanni eða starfsmönnum fangelsisins. Mennirnir eru taldir vera hættulegir.
Mennirnir, sem eru 49 ára og 35 ára, gerðu göng í gegnum veggi fangelsisins og skriðu út í frelsið. Þeir skildu eftir Post-it-miða með skilaboðunum: Eigið góðan dag og með fylgdi broskarl.
Víðtæk leit var gerð á svæðinu í kringum fangelsið en engin ummerki fundust um manninn. Lögregla hefur viðurkennt að hafa ekki hugmynd um hvar mennirnir eru.
Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að kvenkyns fangavörður hafi verið yfirheyrður af lögrelgu vegna málsins og sé í leyfi frá störfum vegna rannsóknarinnar.
Klefar mannanna voru samliggjandi. Talið er að það hafi tekið þá nokkra daga að gera göngin. Um 3 þúsund fangar dvelja í fangelsinu.