Mögulega sást til strokufanganna

Strokufangarnir David Sweat og Richard Matt.
Strokufangarnir David Sweat og Richard Matt. AFP

Lögreglan í New York segir að mögulega hafi sést til fanganna tveggja sem sluppu úr fangelsi í fylkinu fyrir tveimur vikum. Er hún nú með ábendingu þess efnis til rannsóknar, að því er fram kom í stuttri tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld.

Stokufangarnir ganga enn lausir og er fjöldi hermanna og rannsakenda sem leitar þeirra.

Lögreglan segir að ábendingar hafi borist um að mennirnir hafi verið á ferli í bænum Erwin, sem er í um 400 mílna fjarlægð frá fangelsinu, þaðan sem þeir sluppu. Vitni segist hafa séð til þeirra í bænum þann 13. júní síðastliðinn.

Joyce Mitchell, sem starfaði sem saumakona í fangelsinu, hefur verið ákærð fyr­ir að hafa aðstoðað fang­ana tvo. Hún er sökuð um að hafa smyglað verkfærum til fanganna. Þeir Richard Matt og Dav­id Sweat notuðu verk­fær­in til þess að brjót­ast út úr fang­els­inu og hef­ur leit staðið yfir af þeim í tvær vikur, eins og áður sagði. Rann­sókn máls­ins hef­ur beinst að Mitchell eft­ir að í ljós kom að hún ætti mögu­lega í ást­ar­sam­bandi við Matt.

Menn­irn­ir sátu báðir inni fyr­ir morð. Sweat var að afplána lífstíðarfang­els­is­dóm fyr­ir að skjóta lög­reglu­mann árið 2002. Eft­ir að hafa skotið mann­inn ók hann yfir hann á bíl sín­um.  

Matt var dæmd­ur fyr­ir mann­rán og morð. Hann hélt mann­in­um í 27 klukku­stund­ir og er hann neitaði að borga lausn­ar­gjald var hann drep­inn.

Frétt mbl.is: Bað strokufangana að myrða eiginmanninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert