Leitarhringurinn þrengist og þrengist

Clinton Correctional Facility er nafnið á fangelsinu sem fangarnir struku …
Clinton Correctional Facility er nafnið á fangelsinu sem fangarnir struku úr. AFP

16 dögum eftir að leitin af tveimur strokuföngum úr fangelsi í New York hófst er leitarhringurinn farinn að þrengjast. Telur lögreglan sig hafa heimildir fyrir því að þeir feli sig í smábænum Friendship í Allegany-sýslu, nálægt Pennsylvaníu.

„Vitni sagðist hafa séð tvo menn ganga meðfram lestarteinum í bænum,“ segir lögreglan í tilkynningu. Í bænum búa aðeins 2 þúsund manns. Lögreglan er nú að leita spora í kringum lestarteinana til þess að komast að því hvort um mennina tvo sé að ræða.

Sjá frétt mbl.is: Átti í ástarsambandi við strokufanga

Það vekur óhug hjá fólki í bænum að vita til þess að strokufangarnir séu þar í felum. Þetta segir Gary Baker, áttræður íbúi bæjarins í samtali við CNN. Hann segist nú sitja einn heima hjá sér með riffil í fanginu. „Ég held að þessar heimildir séu afar traustar og að um mennina tvo hafi verið að ræða. Ég vona bara að lögreglan nái þeim,“ segir Baker í samtali við fréttamiðilinn. 

Annar íbúi bæjarins var staddur nálægt lestarteinunum þegar leitin hófst og var beðinn um að yfirgefa svæðið. 

Sjá frétt mbl.is: Sáu morðingjana í garðinum sínum

Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem vitni segjast hafa séð til mannanna. Um síðustu helgi sagðist maður hafa séð þá í bænum Erwin, nálægt Pennsylvaníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert