„Þau stunduðu kynlíf 4 sinnum í viku“

Joyce Mitchell.
Joyce Mitchell. AFP

Joyce Mitchell, sem er ákærð fyr­ir að hafa aðstoðað fang­ana tvo sem sluppu úr fang­elsi í New York í Banda­ríkj­un­um fyr­ir þremur vikum, stundaði kynlíf með öðrum þeirra fjórum sinnum í viku. Þetta segir fyrrum fangi í Clinton Correctional fangelsinu í samtali við the New York Post.

Segir hann Mitchell hafa hitt David Sweat í geymslurými í fangelsinu að minnsta kostu hundrað sinnum á þeim tíma sem hann sat inni. Sweat og Richard Matt sluppu úr fang­els­inu fyrr í mánuðinum en þeir eru enn á flótta. 

Mitchell starfaði í fang­els­inu sem sauma­kona. Hún er sökuð um að hafa smyglað verk­fær­um til fang­anna í hamborgarakjöti. Matt og Sweat notuðu verk­fær­in til þess að brjót­ast út úr fang­els­inu og hef­ur leit staðið yfir af þeim í nítján daga. Rann­sókn máls­ins hef­ur beinst að Mitchell eft­ir að í ljós kom að hún ætti mögu­lega í ást­ar­sam­bandi við Matt.

Mitchell hafði áður játað að hafa stundað kynlíf með Matt, en að sögn Eriks Jensen, fyrrum fanga í fangelsinu, átti hún einnig í ástarsambandi með Sweat. Segir hann Mitchell hafa logið því að hinum föngunum að þau væru að telja föt.

Eiginmaður Mitchell, Lyle Mitchell, kom fram í viðtali í vikunni og sagði eiginkonu sína hafa svarið á líf son­ar sín­ar að hún hefði aldrei stundað kyn­líf með föng­un­um. Að sögn eig­in­manns­ins var hjóna­band hans og Joyce Mitchell „frá­bært“ þar til hún var ásökuð um að hafa aðstoðað fang­ana.

Sak­sókn­ari hafði þó áður staðfest að Mitchell hafi beðið menn­ina um að myrða eig­in­mann sinn, sem einnig starfar í fang­els­inu. 

Rann­sókn­ar­menn hafa gefið í skyn að Mitchell hafi verið heilluð af föng­un­um og samþykkt að sækja þá í bíl þegar þær væru komn­ir fyr­ir utan veggi fang­els­is­ins. Hún skipti þó um skoðun og fór á sjúkra­hús vegna kvíðak­asts dag­inn sem fang­arn­ir sluppu. Hún var hand­tek­in þann 12. júní.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Smyglaði verk­fær­un­um í ham­borg­ur­um

„Hvernig gat hún gert þetta?“

Bað strokufang­ana um að myrða eig­in­mann­inn

Sauma­kon­an neit­ar sök

Sauma­kon­an út­vegaði verk­fær­in

„Hún hélt að þetta væri ást“

Sáu morðingj­ana í garðinum 

Strokufang­arn­ir gætu hafa fengið aðstoð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert