Annar strokufanganna skotinn til bana

AFP

Richard Matt, annar af föngunum tveimur sem sluppu úr Clinton-fangelsinu í New York fylki í Bandaríkjunum fyrir tuttugu dögum, var í kvöld skotinn til bana. Þetta herma heimildir New York Times, en í frétt dagblaðsins segir að hann hafi fallið eftir skotbardaga við lögregluna.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað rétt hjá Lake Titus, í um fimmtíu mílna fjarlægð frá Clinton-fangelsinu, að því er segir í Sky News.

Rúmlega þúsund lögreglumenn hafa seinustu þrjár vikurnar tekið þátt í leitinni að strokuföngunum Matt og David Sweat.

Til þess að brjót­ast út úr fang­els­inu notuðu menn­irn­ir ýmis verk­færi og nú hef­ur komið í ljós að fang­els­is­starfs­menn­irn­ir Joyce Mitchell og Gene Pal­mer smygluðu verk­fær­um til fang­anna með ham­borg­ara­kjöti.

Matt og Sweat tókst að kom­ast í gegn­um vegg í klefa sín­um, sem er m.a. styrkt­ur með járni og kom­ast inn í loftræ­stigöng. Þar þurftu þeir að brjóta niður vegg, saga í gegn­um þykka lögn, skríða eft­ir henni, og saga enn eitt gatið í vegg. Loks komust þeir upp um ræsi fyr­ir utan veggi fang­els­is­ins.

Frétt mbl.is: Þúsund menn leita tveggja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert