Leita enn að David Sweat

AFP

Ríflega 1.200 manns leita nú morðingjans og strokufangans David Sweat í New York fylki í Bandaríkjunum. Leitin beinist nú að um sextíu ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane.

Eins og kunnugt er var félagi hans, Richard Matt, skotinn til bana á föstudagskvöld. Lögreglan fann hann í bænum Elephant's Head en Sweat fannst hins vegar ekki.

Þeir sluppu úr Clinton-fangelsinu fyrir rúmlega þremur vikum og hafa um þrjú þúsund lögreglumenn tekið þátt í leitinni að þeim síðan þá.

Til þess að brjót­ast út úr fang­els­inu notuðu menn­irn­ir ýmis verk­færi og nú hef­ur komið í ljós að fang­els­is­starfs­menn­irn­ir Joyce Mitchell og Gene Pal­mer smygluðu verk­fær­um til fang­anna með ham­borg­ara­kjöti.

Matt og Sweat tókst að kom­ast í gegn­um vegg í klefa sín­um, sem er meðal annars styrkt­ur með járni, og kom­ast inn í loftræ­stigöng. Þar þurftu þeir að brjóta niður vegg, saga í gegnum þykka lögn, skríða eft­ir henni og saga enn eitt gatið í vegg. Loks komust þeir upp um ræsi fyr­ir utan veggi fang­els­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert