Ástralskur brimbrettakappi bjargaði sér á ótrúlegan hátt eftir að hafa rekist á tvo hákarla í keppni við strendur Suður-Afríku. Mick Fanning brá heldur betur í brún þegar tveir hákarlar birtust við brimbrettið hans.
Fanning var sleginn af brettinu og féll í sjóinn. Hann slapp þó við meiðsli í átökunum. „Ég sat á brettinu og fann eitthvað við fótinn á mér og reyndi að sparka því burt,“ sagði Fanning. „Ég sá ugga og beið bara eftir tönnunum.“
Fanning og félaga hans, Julian Wilson, var bjargað úr vatninu.
Hér að neðan má smá myndskeið af atburðinum.