Svíar hefja landamæraeftirlit

Svíar hafa komið á landamæraeftirliti á Eyrarsundsbrúnni.
Svíar hafa komið á landamæraeftirliti á Eyrarsundsbrúnni. AFP

Svíar hófu í dag vegabréfseftirlit á landamærum sínum við Eyrarsundsbrúna og þurfa allir þeir sem fara um brúna að framvísa skilríkjum. Þeir sem geta það ekki verður ekki heimilaður aðgangur inn í landið.

Eftir að þessar breytingar tóku gildi í dag verða þeir sem ferðast með lestum til Svíþjóðar í gegnum Danmörku að skipta um lest á Kastrup flugvelli og fara þar í gegnum vegabréfseftirlit.

Yfir 150 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð í fyrra og er þetta gert til þess að stemma stigu við flóttamannastrauminn inn í landið. 

Fleiri þúsund fara um Eyrarsundsbrúna á hverjum degi en frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara beint á milli aðalbrautarstöðvarinnar í Kaupmannahöfn og Svíþjóðar en brúin tengir saman dönsku höfuðborgina og Malmö og Lund í Svíþjóð.

Lestarfyrirtæki hafa fækkað mjög ferðum á milli landanna um brúna og vara við því að búast megi við talsverðum seinkunum á næstunni. Þessar breytingar þýða að 30 mínútur bætast við lengd ferðalagsins sem áður tók 40 mínútur. 

Sænska ríkisútvarpið

Frá lestarstöðinni í Malmö
Frá lestarstöðinni í Malmö AFP
Eyrarsundsbrúin
Eyrarsundsbrúin AFP
Búið er að setja upp öryggisgirðingu á lestarstöðvum.
Búið er að setja upp öryggisgirðingu á lestarstöðvum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert