Flestir hinna látnu Þjóðverjar

Lögreglumenn standa vörð nálægt Bláu moskunni í dag.
Lögreglumenn standa vörð nálægt Bláu moskunni í dag. AFP

Níu af þeim tíu sem létu lífið í sprengingu í miðborg Istanbúl í morgun voru Þjóðverjar. Tyrknesk yfirvöld hafa greint frá þessu. Jafnframt kemur fram að um sjálfsmorðssprengingu hafi verið að ræða og að árásarmaðurinn hafi verið Sýrlendingur á þrítugsaldri. Maðurinn sprengdi sig í loft upp á Sultanahmet torginu, nálægt Bláu moskunni.Fimmtán særðust í árásinni.

Forseti TyrklandsRecep Tayyip Erdogan, sagði í dag að Tyrkland væri „helsta skotmark allra hryðjuverkamanna á svæðinu“ og sagði þjóð sína berjast á móti.

Forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, rædd við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í síma í dag til þess að segja henni að flest fórnarlömbin í dag hefðu verið Þjóðverjar.

Að sögn aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands var árásarmaðurinn fæddur árið 1988 og voru borin kennsl á hann með líkamspörtum sem fundust á vettvangi. Hann var meðlimur Ríkis íslams að sögn ráðherrans.  Eins og fyrr segir særðust 15 í árásinni og eru tveir þeirra í lífshættu.

Nú er verið að rannsaka hvers konar sprengiefni var notað í árásinni.

Merkel hefur í dag lýst yfir áhyggjum sínum af ástandinu. „Í dag var ráðist á Istanbúl. Það hefur verið ráðist á París, það hefur verið ráðist á Túnis og Ankara. Alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi sýnir í dag grimmilegt og ómannúðlegt eðli sitt.“

Frétt BBC.

Aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands Numan Kurtulmus á blaðamannafundi í dag.
Aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands Numan Kurtulmus á blaðamannafundi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert