„Hugrekki ykkar er vonarstjarna okkar“

Skjáskot

„Manchester, hugrekki ykkar er vonarstjarna okkar,“ sagði umboðsmaður Aríönu Grande þegar hann kynnti hana á svið en Grande stóð fyrir tónleikunum sem voru haldnir til styrkt­ar fórn­ar­lömb­um hryðju­verka­árás­ar­inn­ar á Manchester Ar­ena í síðasta mánuði. 

Áhorfendur á One Love Manchester tón­leik­unum ærðust af gleði og spenningi þegar söngkonan Ariana Grande steig á svið og flutti tvö lög. Fyrst söng hún „Be Alright“ og síðan eitt þekktast lag sitt „Break free“ og áhorfendur sungu með miklum krafti „Þetta er stundin sem ég brýst úr hlekkjunum.“

Grande tísti á Twitter nokkru eft­ir að frétt­ir bár­ust af árás­inni í London í gær­kvöldi að hún „biði fyr­ir London.“ 

Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka