Einn látinn eftir árásina í Melbourne

Frá götunni þar sem árásin var framin.
Frá götunni þar sem árásin var framin. AFP

Einn lést af völdum árásarinnar í Melbourne í Ástralíu þann 22. desember sl. þegar bifreið var ekið á gangandi vegfarendur á vinsælli göngugötu borgarinnar, skammt frá stórri lestarstöð.

Saeed Noori hafði verið ákærður fyrir átján manndrápstilraunir en hann verður nú einnig ákærður fyrir morð, að því er fram kemur í frétt AFP um málið. Enn liggja sex fórnarlömb hans á sjúkrahúsi.

„Karlmaður sem lenti í árásinni á Flinders Street þann 22. desember þar sem fjöldi fólks var ekið niður af bifreið er látinn,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu í Victoríu-fylki.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti árásarmaðurinn við fíkniefnavanda og geðræn vandamál að stríða. Hann minntist á drauma og að hafa heyrt raddir við lögreglu eftir árásina. Þá er hann eins hafa sagt ástæðuna fyrir árásinni vera slæm meðferð á múslimum í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert