Vilja styðja aðrar konur

Harvey Weinstein og Meryl Streep árið 2012.
Harvey Weinstein og Meryl Streep árið 2012. AFP

Rúmlega 300 þekktar konur í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood, þar á meðal Meryl Streep, Emma Thompson og Cate Blanchett, greindu frá framtaki í dag sem ætlað er að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Með því vilja konurnar beina athyglinni að kynsystrum sínum sem sinna hefðbundnum verkamannastörfum.

Fram kemur í frétt AFP að framtakið gangi undir nafninu „Time's Up“ eða „Tíminn er liðinn“ sem sett er af stað í kjölfar þess að upplýst var um kynferðislegt ofbeldi bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinsteins gagnvart konum í kvikmyndaiðnaðinum en í kjölfarið hafa sjónir beinst að fjölda annarra valdamikilla karlmanna í Bandaríkjunum í kvikmyndum, stjórnmálum og fjölmiðlaheiminum.

Vitnað er í opið bréf sem sent var til bandaríska dagblaðsins New York Times þar sem fram kemur að aðstandendur framtaksins vilji koma konum í venjubundnum störfum, sem eru í erfiðri stöðu til þess að verjast kynferðislegri áreitni. Eru fjölmiðlar meðal annars hvattir til þess að fjalla einnig um stöðu kvenna í þessari stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert