16 slasaðir í eldsvoða í Bronx

Frá vettvangi eldsvoðans sem varð í Bronx-hverfinu fyrir áramót.
Frá vettvangi eldsvoðans sem varð í Bronx-hverfinu fyrir áramót. AFP

Fjölbýlishús í Bronx-hverfinu í New York er gjörónýtt eftir að eldur kom þar upp í dag. 16 eru slasaðir, þar af níu börn. Fjórir eru alvarlega slasaðir en enginn er í lífshættu.

Upptök eldsins voru á neðstu hæð hússins, sem var alelda örskömmu síðar. Slökkviliðsmenn hafa nú barist við eldinn í rúmlega fimm klukkutíma.

„Fjölmargir hafa verið fluttir út úr húsinu af slökkviliðsmönnum á vettvangi. Þeim hefur öllum verið komið í öruggt skjól og er ekki meint af eldinum, sem betur fer,“ segir Daniel Nigro, varðstjóri slökkviliðsins í New York.

Þetta er annar eldsvoðinn sem kemur upp í hverfinu á viku. Tólf manns létu lífið í eldsvoða í fjölbýlishúsi 28. desember, en eldurinn er sá mannskæðasti í borginni í 25 ár.  

Frétt mbl.is: „Ólýsanlegur harmleikur“ í New York 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert