26 daga gamall húnn fannst dauður

Tonja ásamt hvítabjarnarhúninum stuttu eftir að hann kom í heiminn.
Tonja ásamt hvítabjarnarhúninum stuttu eftir að hann kom í heiminn. Ljósmynd/Facebook

26 daga gamall hvítabjarnarhúnn fannst dauður í Tierpark-dýragarðinum í Berlín í dag.

Stjórnendur dýragarðsins greina frá því að húnninn hafi verið dauður þegar garðurinn opnaði aftur í dag eftir áramótin.

Í frétt BBC kemur fram að húnninn virtist heilbrigður þegar hann sást síðast með móður inni á gamlársdag og talið er að hann hafi drepist af náttúrulegum orsökum.

Móðir húnsins er hin átta ára gamla Tonja. Þar sem húnninn var rétt rúmlega þriggja vikna gamall hafði honum ekki enn þá verið gefið nafn.

Hvítabirnan Tonja hefur áður misst hún, en fjögurra mánaða gamall húnn hennar drapst í mars í fyrra. Dánarorsök er ekki ljós.

Samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum verður hræ hvítabjarnarhúnsins krufið og reynt að varpa ljósi á dánarorsök hans.

Starfsfólk dýragarðsins er miður sín yfir missinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert