Trump hefur ekki verið boðið í brúðkaupið

Donald Trump hélt ræðu á ráðstefnu Alþjóðaefna­hags­ráðsins.
Donald Trump hélt ræðu á ráðstefnu Alþjóðaefna­hags­ráðsins. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vita til þess að hann hafi fengið boðskort í brúðkaup Harry prins og Meghan Markle. Þau ganga í hjónaband 19. maí. Ekki er víst að honum verði boðið í brúðkaupið. BBC greinir frá. 

Leikkonan Markle studdi opinberlega mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, í forsetakosningunum árið 2016. Hin verðandi brúður hefur jafnframt sagt Trump vera „kvenhatara“ og stuðla að „sundrung“. 

Trump var spurður út í verðandi hjón í viðtali sjónvarpsmannsins Piers Morgan á ITV sjónvarpsstöðinni og sagði þau jafnframt líta út fyrir að „vera indælt par“. 

Viðtalið fór fram á ráðstefnu Alþjóðaefna­hags­ráðsins, World Economic For­um (WEF) í borginni Davos í Sviss nýverið. Í twitter-færslu sagði Morgan frá því að Trump hefði greint sér frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefði hefði tvívegis verið boðið honum í heimsókn, í vinnuheimsókn í sumar og ríkisheimsókn að hausti.          

Bresk stjórnvöld hafa ekki staðfest þetta.  

Harry prins og Meghan Markle gifta sig 19. maí.
Harry prins og Meghan Markle gifta sig 19. maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert