Tveir látnir og hundrað slasaðir

Neðstu hæðir hótelsins gáfu eftir í skjálftanum.
Neðstu hæðir hótelsins gáfu eftir í skjálftanum. AFP

Að minnsta kosti tveir eru látnir og  yfir 100 slasaðir eftir öflugur jarðskjálfta að stærð 6,4 á reið yfir austurströnd Taívans í dag. BBC greinir frá. Marshal-hótelið í Hualien hrundi að mestu í skjálftanum og fleiri byggingar í kring skemmdust eða hrundu að einhverju leyti. Að minnsta kosti 28 hefur verið bjargað úr rústum bygginganna.

AFP

Björgunarfólk vinnur nú að því að grafa fólk úr rústunum, en ekki er vitað hve margra er saknað í heildina. Þó er vitað að minnsta kosti þrír starfsmenn hótelsins eru fastir í rústum þess.

Skjálft­inn reið yfir rétt fyr­ir miðnætti að staðar­tíma, rétt fyr­ir fjög­ur að ís­lensk­um tíma. Síðustu daga hef­ur fjöldi minni skjálfta fund­ist á svæðinu en skjálft­inn í dag var sá stærsti í þeirri hrinu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert