Byssumaðurinn í varðhaldi

Árásarmaðurinn er í varðhaldi.
Árásarmaðurinn er í varðhaldi. Ljósmynd/Twitter

Byssumaðurinn, sem hóf skothríð í skóla í Flórída, hefur nú verið handtekinn. Margir eru látnir og í það minnsta 14 særðir. 

Öldungadeildarþingmaðurinn Bill Nelson segir við fréttastofu Fox News „mörg dauðsföll“ eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglass framhaldsskólanum í dag. 

Ýmsir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn sé 19 ára gamall, fyrrverandi nemandi við skólann. Lögregla staðfestir það, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði:

„Í fyrra var okkur sagt að hann mætti ekki koma aftur á skólalóðina með bakpoka á sér,“ sagði stærðfræðikennarinn Jim Gard og bætti við að nemandinn hefði verið til vandræða vegna þess að hann ógnaði samnemendum sínum.

BBC greinir frá stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert