Rúta fór fram af klettum

Björgunaraðgerðir á vettvangi slyssins sem varð í Perú í janúar.
Björgunaraðgerðir á vettvangi slyssins sem varð í Perú í janúar. AFP

Enn eitt alvarlega rútuslysið var í Perú í dag og í því létust að minnsta kosti þrjátíu. Slysið varð er rúta fór út af Pan-American hraðbrautinni í Arequipa-héraði í suðurhluta landsins. Fór rútan fram af klettum og var fallið 80-200 metrar. Í síðasta mánuði létust 52 í rútuslysi í Perú.

Rútan var á leið á milli bæjarins Chala og borgarinnar Arequipa og um borð voru að minnsta kosti 45 manns. Bjarga tókst 17-18 farþegum að því er segir í frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert