Mannskæðar árásir í Afganistan

Hermenn standa vörð skammt frá staðnum þar sem sjálfsvígsárásin var …
Hermenn standa vörð skammt frá staðnum þar sem sjálfsvígsárásin var gerð í Kabúl. AFP

Að minnsta kosti 18 afganskir hermenn voru drepnir af vígamönnum talibana á herstöð í héraðinu Farah í vesturhluta Afganistans.

Tveir hermenn særðust í árásinni.

Að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins hefur auka mannskapur verið sendur á svæðið.

Talibanar lýstu ábyrgð á árásinni á hendur sér.

Nokkrir féllu í sjálfsvígsárásum

Að minnsta kosti þrír til viðbótar voru drepnir og tugir særðust í nokkrum sjálfsvígssprengjuárásum í landinu.

Einn árásarmaður sprengdi sig í loft upp í höfuðborginni Kabúl þar sem margir voru á ferli. Einn fórst í þeirri árás og sex til viðbótar særðust.

Að sögn heimildarmanns var ein sjálfvígsárás gerð á byggingu í eigu leyniþjónustu Afganistans. Byggingin er staðsett skammt frá höfuðstöðvum NATO í landinu og bandaríska sendiráðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert