30 daga vopnahlé samþykkt í Sýrlandi

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Hjálparsamtökum gefst þá tækifæri til að koma hjálpargögnum til almennings á umsetnum svæðum sem samtök uppreisnarmanna ráða yfir í austurhluta Ghouta-héraðst Damaskus.

Rússar samþykktu tillögu þess efnis á fundi ráðsins í kvöld en Svíar og Kúveitar báru hana upp. Tillagan var samþykkt samhljóða í ráðinu eftir að atkvæðagreiðslu hafði tvisvar verið frestað. 

Krafist er vopnahlés „án tafar“. „Við erum ákaflega sein að bregðast við. Mjög sein,“ sagði Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og vísaði til tafar á atkvæðagreiðslunni. Hún sakaði jafnframt Rússa um að tefja framgang málsins. 

Ríflega 500 óbreyttir borgarar hafa látist í árásum í Austur-Ghouta héraði í síðustu viku. Í dag létust að minnsta kosti fjörutíu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert