Aðalefnahagsráðgjafi Trump segir af sér

AFP

Gary Cohn, aðalefnahagsráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við fyrirætlanir forsetans um að hækka tolla á innflutt stál og ál. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í yfirlýsingu sem Cohn sendi frá sér vegna afsagnarinnar sagði hann það hafa verið heiður að fá að þjóna landi sínu og þjóð.

Trump sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cohn hafa unnið frábært starf í þágu bandarísku þjóðarinnar. Forsetinn sagði ráðgjafann hafa einstaka hæfileika og þakkaði honum jafnframt fyrir störf sín.

Nokkrir hátt settir ráðgjafar forsetans hafa sagt af sér á síðustu vikum, þar á meðal Hope Hicks, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert