Lést í átökum í Helsingborg

Sænska lögreglan að störfum en myndin er ekki tekin á …
Sænska lögreglan að störfum en myndin er ekki tekin á vettvangi í gærkvöldi. AFP

Maður um tvítugt er í haldi lögreglunnar í Helsingborg grunaður um morð eftir átök í gærkvöldi. Að sögn sænsku lögreglunnar lést einn og fjórir særðust í átökum í Drottninghög á níunda tímanum í gærkvöldi.

Blaðafulltrúi lögreglunnar, Fredrik Bratt, segir í samtali við sænsk ríkisútvarpið að grófu ofbeldi hafi verið beitt í átökunum.

Lögregla fékk tilkynningu um að alvarlega slasaðan mann á bílastæði Drottninghög-hverfinu klukkan 20:30. Þegar lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang var maðurinn látinn. Bratt segir að mjög grófu ofbeldi hafi verið beitt og að fjórir hafi leitað læknisaðstoðar á sjúkrahúsi eftir átökin. 

Mennirnir fjórir eru 18-21 árs og fengu þrír þeirra að fara heim af sjúkrahúsinu í nótt en sá fjórði er enn á sjúkrahúsi. Áverkar hans eru ekki taldir lífshættulegir. Að sögn lögreglu er ekki vitað um hvað deilurnar snérust.

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert